02 desember, 2006

Ætti ég ekki að vera á barnum?


Klukkan er orðin ellefu á laugardagskvöldi. Forvali VG er lokið og ég er ennþá að reyna að byrja að læra. Skellti í mig einni kaffikönnu svona til að poppa nóttina upp. Sambýlismaðurinn er farinn á stúfana og húsið orðið rólegt. Byrja ég þá að læra? Nei, ég skoða heimasíður, les aðeins á Wikipedia, kíki eftir úrslitum í forvalinu og blogga síðan, því það er það eina sem ég á eftir að gera á netinu í dag. Er einbeitingaskortur sjúkdómur?

Jæja, fyrstu tölur komnar. Ögmundur efstur í fyrsta sætinu eftir að tæplega helmingur atkvæða hafa verið talin og Katrín Jakobs fyrir ofan Kolbrúnu Halldórs. Mig grunar nú það eigi eftir að breytast eitthvað. Kristín ekki sjáanleg í 2. - 4. sæti en Andrea Ólafs næst inn í fjórða sætið. Ég veit ekki ...ég þekki engan nema þau á þessum lista. Það væri samt gaman að sjá Kristínu á þingi og áreiðanlega ekki leiðinlegt fyrir skarfana að spjalla við hana í kaffipásum. Ég hefði að minnsta kosti farið kosið hana. Er ég að tala við sjálfan mig? Já, ég held það.

...
ahhh... myndin skýrðist síðar um kvöldið. Sameiginlegt framboð í þremur kjördæmum. Búin að ná þessu. Svona er þegar heimurinn fer fram í gegnum tölvuskjá. Það fer ýmislegt forgörðum. Að minnsta kosti ... Kristín stóð sig bara vel. Önnur inn í fjórða sætið með fleiri en 300 atkvæði. Bravó fyrir henni.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

nei þú ert ekki að tala við sjálfa þig ... þú ert að tala við mig! :)

me likey ...

ég sakna þess að vera ekki saman að læra í Odda fyrir prófin og ritgerðirnar ... vildi óska að það hefði orðið hefð hjá okkur

5:54 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

æææ, segi það sama Hildur. Ég vaknaði með ægilegan háskólasöknuð í morgun. Það er miklu skemmtilegra að vera kolruglaður að læra til 6 á morgnana og drekka kleinukaffi í góðum félagsskap.

8:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home