30 september, 2005

Rétt upp hönd sem veit hvað "steitt smjör" er! Já, og hvar er hægt að finna svoleiðis? Indverskt matargerð er dularfull á köflum.

Heilsuhúsið má ekki mæla með venjulegri matarolíu... of óhollt sagði afgreiðslufrökenin.

Tengdasonurinn/draumaprinsinn/the Heart Man ætlar að styrkja ástríðufulla Ásgerði í Ástríði um eitt stykki blálöngu fyrir tjellingarnar í kvöld. Það þykir víst gæðamatur í útlöndum. Selt á gullverði og eitthvað á allt öðrum skala en hræætuýsan sem við Íslendingsflónið slefum yfir. Undirrituð ætlar búa til dýrindis blálöngurétt sem mun fylla vitin af dulafullri asískri kryddangan.

Vökuliðar hrannast inn á póstlista Röskvu - er það spæjó eða er það af djúpstæðri löngun að verða kú-úl Röskvuliði...?

26 september, 2005

Röskva hefur opnað nýja heimasíðu sem er ekki bara glæsileg heldur alveg stórsniðug. Þar er hægt að gera margt skemmtilegt eins og að skoða um 2000 eldheitar myndir af Röskvunni, skrá sig á kyngimagnaðan póstlista Röskvu og síðast en ekki síst lesa hápólitískar túlkanir Röskvunnar á háskólaumhverfinu ....gerist það betra!?! ...held ekki.

Ég var að lesa mér til skemmtunar gamlar fyrirspurnir til Röskvu á pósthólfinu og sá þar fyrirspurn og gagnrýni frá yfirlýstum trúleysingja við skólann. Þótti manninum ekki við hæfi að Röskvuliðar tjáðu skoðanir sínar á trúleysi svo blátt áfram, þar sem linkað var inn á síður þeirra frá Röskvusíðunni.

Nú er svo komið að "Raddir Röskvu" voru endurvaktar á Röskvusíðunni undir nýjum formerkjum svo það er kannski við hæfi að taka það fram að skoðanir mínar á dægurmálum eiga ekki að endurspegla skoðanir Röskvu enda fer þar stór hópur fólks sem á það eitt sameiginlegt að sameinast undir formerkjum félagshyggju til að vinna að hagsmunabaráttu stúdenta. Ber ég því ein fulla ábyrgð á orðum mínum, þrátt fyrir að fólk geti nálgast þau á Röskvusíðunni.

23 september, 2005

Helduru að maður sé ekki bara kominn með enn eitt bloggið. Vegna hópþrýstings frá ófyrirleitnum lánasjóðsfulltrúa mun ég reyna að rita einhverjar pælingar þegar þær koma. Þetta skal ekki vera um klósettferðir eða matseðil dagsins nema annað hvort bjóði upp á góða sögu.

Ég var "klukkuð", þótt ég ætti ekkert blogg svo hér koma 5 staðreyndir um mig:

Ég var að taka upp úr töskunum í dag - mánuði eftir heimkomu

Ég bý með manneskju sem þarf stundum að leggjast fyrir vegna ástar á nýja elskhuganum

Ég gleymi hlutum eins og símanúmerinu mínu, sem hefur komið sér illa í tilhugalífinu

Mér þykir gamalt fólk sætt

Þegar ég var lítil var ég með ljóst hár og með "fetish" fyrir bleikum lit - bleik föt, bleikt dót, bleikur matur ALLT BLEIKT!

Ég klukka núna Maríu, Helga Wong, Don Torfa, Atla Ókind og Eygló (sem á þá að byrja að blogga!)

Prufa