Gefið fátækum að borða
...er í Odda - matargjafir berist á annað borð vinstra megin
---------
Fékk þetta sent og fannst gott. Ég ætla skella einhverju í kassa.
Kæru vinir.
Mig langar til að segja ykkur frá frábæru verkefni á vegum KFUM og KFUK í samstarfi við SOS-barnaþorp. Verkefnið felst í því að fá fólk á öllum aldri til þess að setja nokkra hluti s.s. ritföng, leikföng, sokka,vettlinga, tannkrem, tannbursta, sælgæti og hreinlætisvörur í skókassa.
Skókassanum er pakkað inn í jólapappír og hlutirnir svo settir ofan í kassann. Kassanum er síðan útdeilt til þurfandi barna víðs vegar um heiminn. Í ár á að dreifa íslensku kössunum í Úkraníu og eru það börn sem búa við fátækt, eru á munaðarleysingjaheimilum, á barnaspítölum, eru fórnarlömb stríðs, náttúruhamfara og sjúkdóma sem fá jólakassana.
Í Úkraníu búa um 50 milljónir manna og atvinnuleysi er mikið og ástand víða bágborið. Jólagjöfunum verður dreift á svæði þar sem er allt að 80% atvinnuleysi og þar ríkir mikil örbirgð.
Við Bjarni þekkjum það að eigin raun, eftir 5 vikna veru í Moskvu í sumar, að einn svona jólaskókassi með skemmtilegum smágjöfum í mun gleðja litla sál óendanlega mikið. Það þurfti ekki nema klapp á kollinn, stroku á vangann og augnsamband til að fá litlu börnin á munaðarleysingjaheimilinu til að brosa og líða vel.
Við, sem búum við allsnægtir, höfum hér tækifæri til að gleðja lítil börn úti í heimi sem eiga varla fötin sem þau eru í. Mig langar því að hvetja ykkur, til aðtaka þátt í þessu verkefni. Ég er sjálf búin að útbúa tvo kassa sem ég ætla að koma til KFUM og KFUK núna í vikunni.
Það er tilvalið að versla t.d. í Tiger eða Rúmfatalagernum ýmislegt smálegt fyrir lítinn pening.
Ég vil vekja athygli á því að einungis er hægt að skila inn kössum til 12.
nóvember n.k. svo það er stuttur tími til stefnu. Þeim á að skila inn til KFUM og KFUK á Holtavegi 28 í Reykjavík milli kl. 9-16. Síðasti dagurinn er svo eins og áður sagði laugardagurinn 12. nóvember en þá er opið frá 11-16.Vona að þið takið vel í þessa ábendingu frá mér og takið þátt í verkefninu.
Bestu kveðjur,
Elín Henriksen