Bíla-bingó-vöðvar
Þá er biðstaðan búin og ég er komin til útlanda. Það er nú mikið að gera í útlöndum. Ég hef aðallega hjólað síðan ég kom. Hjólað í útlendingastofnun og hjólað fram hjá nýju íbúðinni okkar. Svo hjólaði ég í bæinn. Í bænum labbaði ég í marga hringi því ég rata ekki neitt. Ég hef að minnsta kosti hjólað svo mikið að ég er með harðsperrur í öllum bíla-bingóunum og ég sofna eins og ungabarn á kvöldin. Ég verð áreiðanlega óþekkjanlega fitt næstu jól.
Sólin tók á móti mér á Kastrup og ullarpeysurnar tvær voru bara til trafala. Það sama gilti um gærdaginn, nema þá skildi ég lopann eftir heima. Í dag er hins vegar rigning. Það flækir örlítið málin því að þegar maður hefur ekið um á bíl í 5 ár, þá á maður ekkert vatnshelt. Ég minnist bara langa rigningasama vetrarins í N-Frakklandi þegar ég var alltaf blaut í fæturna.
Ég hef nú enn ekki haft mikið samband við Bauna ennþá enda alveg hægt að komast hjá því. Ef ég héldi mig bara mest heima hjá mér og hjólaði í mesta lagi á bókasafnið með nestispakka með mér, færi síðan í félagsheimili Íslendinga í Jónshúsi til að skemmta mér og á Laundrymat til að drekka kaffi, þá væri þetta nú bara eins og heima. Til hvers að breyta til þegar það er félagsvist á þriðjudögum með öllum hinum Íslendingunum.
5 Comments:
þú ert nú meiri kjellan!
gaman að þú ert komin hingað á ný -loksins loksins get ég farið fygljast með á ný!
hey! VEISTU! mamma fékk lánað pottþétt vitund - nú á ég fullt af "friðrik-karlsson"like tónlist sem ég get sent þér á msn ...
Vá hvað ég öfunda þig... ég hjóla í köldu sólarveðri á Íslandi þessa dagana sem er alls ekki jafn gaman. Hafðu það svaka gott!
HB: haha! það verður þú að gera. Það gæti jafnvel bjargað taugunum í lærdómnum í vetur ;)
VBE: Ég dáist að þér að hjóla á Íslandi. Ég virðist vera með ofnæmi fyrir mótvindi svo ég hætti fyrir löngu.
Ég vil ekki hitta Stymma og Evu á á Kvistinum um jólin heldur Dísu og Bjössa í WorldClass!
Hafðu það gott í Kóngsins og vertu dugleg í bingóinu!
Marta
halló mín kæra. er á leið til kaupmannahafnar á eftir fram á mánudag. Sendu mér endilega sms ef þú ert í stuði fyrirkaffibolla. Auður s. 695 8388
Skrifa ummæli
<< Home