Pabbi bílstjórans gerði kassana
Við erum flutt í nýju íbúðina okkar jeij,jeij, jeij!
Undanfarna þrjá daga höfum við verið að þrífa, flytja dótið okkar yfir og koma því fyrir. Skruppum meira að segja í Ikea til að sækja það sem okkur vantaði.
Sturtan er í ólagi en sem betur fer erum við með tvær íbúðir til umráða svo við förum bara í hina íbúðina til að þvo af okkur skítinn.
Fyrsta matarboðið var í gær. Við buðum Hauki upp á grænmetislasagna a la Stymmi. Vegna síðbúinna flutninga og smá erfiðleika við að finna búðina fékk fyrsti gesturinn á Östbanegade að svelta fram undir kvöld. Það reyndist síðan vera afbragðs ráð því maturinn varð enn guðdómlegri fyrir vikið.
Nú bara massastemmari með Classic í glasinu og Bikstar Rögsystem á fóninum.
Þetta er bara svona tjekk-inn ..kem með betri sögur næst!
3 Comments:
það er alltaf gott að láta gestina verða almennilega svanga, þá verða þeir svo þakklátir fyrir matinn!
Gott að sjá að það er allt á réttri leið hjá þér, bíð spennt eftir frekari fréttum!
úuu til hamingju skvís ;)
Takk fyrir matinn og flugeldasýninguna.
Skrifa ummæli
<< Home