05 desember, 2006

Próftarnagír

Það er smá yfirhleðsla á heilanum þessa dagana. Ég hugsa svo hratt og mikið að ég get ekki ákveðið hvað ég eigi að blogga um, því ég hef skipt um skoðun þrisvar áður en ritviðmótið birtist á skjánum.

Þess vegna nýtist þessi síða í einfaldan fréttaflutning:
Ritgerðin gengur vel. Vonandi verður hún komin á slíkt form síðar í vikunni að ég geti bætt við heimasíðuna.

Ég er komin í svakalegt jólaskap. Það hefur ekki gerst svo löngu fyrir jól í að minnsta kosti þrjú ár (þrjár próftarnir). Við höfum skreytt heimilið með jólaskrauti Hildar og Valtýs, sem meðal annars inniheldur þeldökkan jólavein. Ég er sérstaklega ánægð með hann. Það gengur heldur illa að brenna dagatalakertið og hefur það ekki enn náð 1. desember, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Silja Bára, leiðbeinandi minn og snillingur, kom í heimsókn í dag. Við töluðum minnst um ritgerðina mína og mest um hugðarefni okkar og áhugamál - femínisma. Það er svo gaman að tala um femínisma við femínista og um stjórnmál við stjórnmálafræðing. Drukkum kaffi og töluðum og töluðum og slúðruðum. Mjög skemmtilegt.

Fyrir utan örlitla tilbreytingu af og til er lífið komið í próftíðargír. Bókasafn - kvöldmatur - læra - sofa - bóksafn - kvöldmatur .... en það er fínt líka. Þá verða jólin sérstaklega ljúf.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

nú er ég spennt .. Hildur í danmörku ... það hefur ekki gerst áður ... en ég vona að mér finnist gaman ... ég ætti kannski að reyna að hafa upp á mér og vita hvort ég eigi mikið sameiginlegt með mér ...

kannski samt var bara svo gaman hjá okkur í vor að þú sérð mig barasta .. eins og í laginu hann Villa Vill "ég reyndar sé þig allstaðar" ... ;o)


gangi þér best í prófunum sæta!!!! :o)

**you and your high-cultural BSÍ coffee and stories of Buffalo dressig guys is missed****

kiss kiss

12:26 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home