22 október, 2006

Ísland brýtur alþjóðlegt bann gegn hvalveiðum

Forsíðufrétt á vefsíðu Berlingske Tidende er "Ísland veiðir aftur stóra hvali: 21 árs gamalt alþjóðlegt bann gegn hvalveiðum í atvinnuskyni brotið".


Það er ekki laust við að maður skammist sín ...eða skammist út í ákvörðun ríkisstjórnarinnar og fyrri sig allri ábyrgð. Minnsta kosti hafði ég ekkert með það að gera að koma henni til valda.

Fram kemur í fréttinni að veiðarnar séu vegna ójafnvægis milli hvalstofnsins og fiskstofnsins við landið. Jafnframt er sagt að til standi næsta árið að veiða níu Finnhvali og þrjátíu Langreyði af samtals 95.800 dýrum sem telja tegundirnar tvær.
Tæplega fjörutíu hvalir eru nú engin ósköp miðað við allan þennan fjölda. Það vekur samt einmitt upp spurningar um ástæður þess að hefja veiðar á ný. Hagnaðurinn af hvalkjöti getur einfaldlega ekki verið meiri heldur en tapið á æru Íslands.


Það eru engar ýkjur að ímynd Íslands bíði mikill skaði. Nú þegar hefur Ástralía fordæmt brotið gegn alþjóðalegu banni og lýst því yfir að ekki verði hægt að taka Ísland alvarlega í umræðunni um umhverfismál í framtíðinni. Það var mikið að einhverjir áttuðu sig.

Ég veit ekki hvort allir átti sig á samanburðinum sem var gerður á Íslandi og Norður-Kóreu. Þótt hvalveiðar og kjarnorkuvopnatilraunir séu ekki fyllilega sambærilegar athafnir, þá eru hvers kyns brot gegn alþjóðasamþykktum jafn alvarleg.
Alþjóðasamþykktir eru ekki lög og það er engin lögregla eða dómsvald sem getur refsað ríkjum fyrir að brjóta gegn þeim. Í raun er eina aðferðin til eftirlits óttinn við að ríkið missi "mannorð" sitt í alþjóðasamfélaginu og aðgerðir annarra ríkja svo sem efnahagsþvinganir.
Hreinskilnasta leiðin til þess að taka ekki þátt í alþjóðlegum samþykktum er einfaldlega að skrifa ekki undir. Þar með kemur ríkið hreint fram þótt að það verði að sjálfsögðu litið hornauga. Ef ríki, eins og Ísland, skrifa undir á annað borð þá er ekki til baka snúið. Það sama á að sjálfsögðu við um Norður-Kóreu, sem reynt hefur gagngert að segja sig frá alþjóðasamþykkt um kjarnavopn síðan snemma á tíunda áratugnum með takmörkuðum árangri.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ekki það að ég sé ekki sammála þér... en ég veit ekki betur en að Ísland hafi gert fyrirvara ("reservation") við alþjóðahvalveiðibannið. Rétt eins og Noregur, Japan, USA og Rússar (en þetta eru helstu hvalveiðiþjóðirnar).

5:12 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jú, það er örugglega rétt. En það breytir samt ekki miklu finnst mér. Hefði verið betra að sleppa því þá og það breytir ekki áliti alþjóðasamfélagsins sbr. tilraunir N-Kóreu til þess að komast undan NPT.

11:21 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

langreydur=finnhvalur
9 langreydi og 30 hrefnur

Veit ekki alveg hvad mér finnst um thetta mál, en finnst kannski farid fullgeyst af stad.

Hrefna

8:10 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

má alveg veiða þetta iss piss þessir útlendingar vita ekkert

hins vegar annað mál

skil ekki enn hvað við höfum fengið úr sjálfstæðinu fyrir utan þessa cavemen sem stjórna landinu

hildur

3:39 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home