Hressandi morgunlestur
Eitt af frægari, snjöllustu og ófyrirleitnustu áróðsspjöldum síðustu aldar kom fram í Bretlandi á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar, og var beint gegn þeim mönnum sem tregðuðust við að ganga í herinn, og andmæltu jafnvel stríðsrekstrinum í ofanálag. Það sýnir mynd af borgaralegri stofu, faðir með tvö börn, annað þeirra, strákur, að leik með tindáta sína, stúlkan situr á hnjám föðurins og spyr: Pabbi, hvað gerðir þú í stríðinu mikla? Faðirinn, sem hefur greinilega neitað eða komið sér undan því að berjast í stríðinu, lítur sakbitinn undan, og við skynjum að skuggi skammarinnar muni ætíð hvíla yfir ævi hans. Ef við vöknum ekki upp og stígum það risaskref sem þarf að stíga, og lífið veltur bókstaflega á, þá sitjum við eftir tuttugu eða þrjátíu ár með barnabarn á hnjánum, og þegar það spyr, hvað gerðir þú til að koma í veg fyrir eyðingu jarðarinnar, snúum við sakbitnu andlitinu undan og þorum ekki að horfa í auga þeirra sem við svikum með því að lifa eins og við lifum nú. (Jón Kalman Stefánsson í grein sinni "Það er stríð framundan")
Hann er þarna að tala um hvað hvert og eitt okkar getur lagt til í baráttuna. Það er heilmikið og ætti að reynast auðvelt verk á litla Íslandi að ganga vel um og spara stundum bílana.